Búast við stórslegnu aðsóknarmeti

Íslenska kvennalandsliðið tekur þátt á EM í fjórða skiptið í …
Íslenska kvennalandsliðið tekur þátt á EM í fjórða skiptið í röð. mbl.is/Unnur Karen

Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, gerir fastlega ráð fyrir því að aðsóknarmet á Evrópumóti kvenna í knattspyrnu verði slegið þegar mótið fer fram á Englandi næsta sumar.

Áhuginn er gífurlegur þar sem þegar er búið að selja 162.000 miða. Auk þess hafa verið lagðar inn beiðnir um 268.000 miða til viðbótar.

Á EM í Hollandi árið 2017 var sett aðsóknarmet þegar alls 240.000 manns mættu á leiki keppninnar.

Alls verða 700.000 miðar í boði á EM 2022 og því stefnir hraðbyri í að aðsóknarmetið frá 2017 verði slegið.

Ísland er sem kunnugt er þátttakandi á mótinu þegar kvennalandsliðið tekur þátt á sínu fjórða Evrópumóti í röð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert