Nimes vann í kvöld 2:1-heimasigur á Quevilly Rouen í frönsku B-deildinni í fótbolta. Liðið hefur nú unnið tvo leiki í röð í deildinni eftir níu leiki í röð án sigurs.
Elías Már Ómarsson skoraði jöfnunarmark Nimes á 27. mínútu eftir að gestirnir höfðu komist yfir á 16. mínútu. Elías var tekinn af velli á 82. mínútu.
Hann skoraði einnig í síðasta leik Nimes er liðið vann 3:0-bikarsigur á Chusclan-Laudun-l'Ardois á laugardag fyrir viku.
Elías hefur nú skorað tvö mörk í deildarmörk á leiktíðinni en markið var það fyrsta í deildinni hjá framherjanum síðan 7. ágúst.