Messi skoraði loksins

Lionel Messi skoraði loksins í frönsku 1. deildinni í dag.
Lionel Messi skoraði loksins í frönsku 1. deildinni í dag. AFP

París SG vann í kvöld 3:1-sigur á Nantes á heimavelli í frönsku 1. deildinni í fótbolta.

Kylian Mbappé kom PSG yfir strax á 2. mínútu og var staðan í hálfleik 1:0. Keylor Navas, markvörður PSG, fékk hinsvegar beint rautt spjald á 65. mínútu og tíu mínútum síðar jafnaði Randal Kolo Muani fyrir Nantes.

PSG komst þrátt fyrir það aftur yfir á 81. mínútu þegar Dennis Appiah skoraði sjálfsmark og Lionel Messi gulltryggði 3:1-sigur með sínu fyrsta deildarmarki fyrir PSG á 87. mínútu.

PSG er með 37 stig á toppi deildarinnar, 12 stigum á undan Rennes í öðru sæti.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert