Cluj vann 2:0-útisigur á U Craiova í efstu deild rúmenska fótboltans í kvöld.
Rúnar Már Sigurjónsson lék sinn fyrsta deildarleik í mánuð en hann hefur verið frá vegna meiðsla.
Skagfirðingurinn hélt upp á endurkomuna með að skora á 65. mínútu en hann kom inn á sem varamaður í upphafi seinni hálfleiks.
Rúnar hefur skorað tvö mörk í deildinni á leiktíðinni en Cluj er með ellefu stiga forskot á toppnum eftir 16 leiki.