Enski framherjinn Ella Toone hefur skrifað undir nýjan samning við enska knattspyrnuliðið Manchester United. Samningurinn gildir til ársins 2025.
Toone er bæði leikja- og markahæsti leikmaður United frá upphafi. Þessi 22 ára gamli sóknarmaður hefur leikið 83 leiki og fyrir liðið og skorað í þeim 36 mörk. Hún gekk til liðs við Manchester United frá nágrönnunum í Manchester City árið 2018.
Hún lék sinn fyrsta A-landsleik í febrúar á þessu ári en í síðasta mánuði skoraði hún þrennu gegn Lettlandi í undankeppni HM.
„Draumurinn heldur áfram. Að spila fyrir liðið sem ég elska og styð er besta tilfinning í heimi,“ skrifaði Toone á Twitter-síðu sína að undirskrift lokinni.