Barcelona hafði betur gegn Espanyol í grannaslag í spænsku 1. deildinni í fótbolta í kvöld, 1:0. Hollendingurinn Memphis Depay skoraði sigurmarkið úr víti á 48. mínútu.
Leikurinn var sá fyrsti hjá Barcelona síðan að Xavi, goðsögn félagsins, tók við af Ronald Koeman sem knattspyrnustjóri.
Fyrir leikinn hafði Barcelona leikið fjóra leiki í röð í deildinni án þess að fagna sigur og því kærkomin þrjú stig í hús hjá Börsungum.
Liðið er í sjötta sæti með 20 stig, átta stigum á eftir toppliði Sevilla.