Dagný hetjan í grannaslag

Dagný Brynjarsdóttir var hetja West Ham í dag.
Dagný Brynjarsdóttir var hetja West Ham í dag. mbl.is/Unnur Karen

Landsliðskonan Dagný Brynjarsdóttir skoraði sigurmark West Ham United í 1:0 sigri gegn nágrönnunum í Tottenham Hotspur í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu kvenna í dag.

Dagný lék allan leikinn á miðju Hamranna og skoraði sigurmarkið á 75. mínútu.

Með sigrinum flaug West Ham upp töfluna og er nú með 12 stig í 5. sæti eftir átta umferðir, tveimur stigum á eftir Tottenham sem  er með 14 stig í 4. sæti.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert