Kolbeinn Þórðarson fékk langþráð tækifæri í byrjunarliði Lommel þegar liðið gerði 3:3 jafntefli við Deinze í belgísku B-deildinni í knattspyrnu karla í kvöld. Þakkaði hann traustið með því að skora eitt marka liðsins.
Deinze var komið í 2:0 eftir aðeins 18 mínútna leik en aðeins mínútu síðar minnkaði Kolbeinn muninn.
Deinze komst aftur í tveggja marka forystu en í síðari hálfleik skoraði Arthur Sales, samherji Kolbeins, tvö mörk og jafnaði þar með metin.
Þetta var sjöundi leikurinn sem Kolbeinn spilar í deildinni á tímabilinu en sá fyrsti í byrjunarliði.