Íslendingur í slagsmálum í Bandaríkjunum (myndskeið)

Þorleifur Úlfarsson í leik með Breiðabliki í sumar.
Þorleifur Úlfarsson í leik með Breiðabliki í sumar. Ljósmynd/Jón Helgi Pálmason

Myndband af knattspyrnumanninum Þorleifi Úlfarssyni fer nú eins og eldur í sinu um samfélagsmiðla en hann leikur með háskólaliði Duke í Bandaríkjunum.

Duke vann 2:1-sigur gegn UCLA í bandaríska háskólaboltanum um nýliðna helgi en bæði mörk Duke komu seint í leiknum.

Eftir sigurmark Duke ákvað Þorleifur að hæðast að markverði UCLA með þeim afleiðingum að einn af varnarmönnum UCLA réðst á hann.

Þorleifur lá óvígur eftir á vellinum og leikmaðurinn sem réðst á hann fékk að líta rauða spjaldið.

„Markmaðurinn og varnarmennirnir voru búnir að tala einhvern skít allan leikinn,“ sagði Þorleifur meðal annars í samtali við Fótbolta.net í dag.

Þorleifur er samningsbundinn Breiðabliki og lék sinn fyrsta leik í efstu deild fyrir félagið í sumar en hann er tvítugur að aldri.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert