Barcelona mistókst að tryggja sig áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar í knattspyrnu þegar liðið gerði markalaust jafntefli gegn Benfica í E-riðli keppninnar á Spáni í kvöld.
Báðum liðum tókst að koma boltanum í netið en mörkin fengu ekki að standa og markalaust jafntefli því niðurstaðan.
Barcelona er með 7 stig í öðru sæti riðilsins, tveimur stigum meira en Benfica, og liðið þarf því að vinna Bayern München í lokaumferðinni til þess að tryggja sig áfram í útsláttarkeppnina.
Jonathan David reyndist hetja Lille þegar liðið tók á móti Salzurg í G-riðlinum í Frakklandi en hann skoraði sigurmark leiksins á 31. mínútu í 1:0-sigri Lille.
Í hinum leik riðilsins vann Sevilla 2:0-sigur gegn Wolfsburg á Spáni þar sem þeir Joan Jordan og Rafa Mir skoruðu mörk Sevilla.
Lille er með 8 stig í efsta sæti riðilsins, Salzburg er með 7 stig, Sevilla 6 stig og Wolfsubrg 5. Úrslitin ráðast því í lokaumferðinni þegar Salzburg fær Sevilla í heimsókn og Wolfsburg tekur á móti Lille.
Sex mörk litu dagsins ljós þegar Young Boys tók á móti Atalanta í F-riðlinum en það stemdi allt í sigur Young Boys þangað til Luis Muriel jafnaði metin fyrir Atalanta á 88. mínútu.
Manchester United er komið áfram úr riðlinum með 10 stig en Villarreal er með 7 stig, Atalanta 6 stig og Young Boys. Það ræðst því í lokaumferðinni hvort það verður Villarreal eða Atalanta sem fylgir United áfram í sextán liða úrslitin en liðin mætast einmitt á Ítalíu.
Þá gerðu Malmö og Zenit frá Pétursborg 1:1-jafntefli í H-riðli í Svíþjóð en þar sem Chelsea vann 4:0-sigur gegn Juventus er ljóst hvorki Malmö né Zenit eiga möguleika á því að fara áfram í næstu umferð.