Portúgalinn Bruno Fernandes er á meðal varamanna enska knattspyrnufélagsins Manchester United þegar liðið heimsækir Villarreal í F-riðli Meistaradeildarinnar á Spáni klukkan 17:45.
Michael Carrick, bráðabirgðastjóri United, stýrir liðinu í kvöld en Ole Gunnar Solskjær var rekinn frá félaginu á sunnudaginn.
Scott McTimonay, Donny van de Beek og Fred byrja leikinn á miðsvæðinu hjá United, fyrir aftan þá Jadon Sancho, Cristiano Ronaldo og Anthony Martial.
United er í efsta sæti riðilsins með 7 stig, líkt og Villarreal, en Atalanta er í þriðja sætinu með 5 stig. Young Boys rekur svo lestina með 3 stig í neðsta sætinu.
Leikur Villarreal og Manchester United verður í beinni textalýsingu á mbl.is.