Benzema fékk skilorðsbundinn dóm

Mathieu Valbuena og Karim Benzema fyrir landsleik hjá Frökkum fyrir …
Mathieu Valbuena og Karim Benzema fyrir landsleik hjá Frökkum fyrir sjö árum. AFP

Karim Benzema, knattspyrnumaður hjá Real Madrid, var í morgun fundinn sekur um þátttöku í fjárkúgun  gagnvart fyrrverandi liðsfélaga í franska landsliðinu af dómstóli í Versailles.

Benzema fékk eins árs fangelsisdóm, skilorðsbundinn, og var sektaður um 75 þúsund evrur.

Benzema hefur ávallt haldið fram sakleysi sínu og var ekki í réttarsalnum. Hann er staddur í Moldóvu með liði Real Madrid sem leikur þar gegn Sheriff í Meistaradeild Evrópu í kvöld.

Saksóknarar í málinu sögðu að Benzema hefði hvatt Mathieu Valbuena til að borga hópi manna sem beittu hann fjárkúgun en þeir höfðu undir höndum kynferðislegt myndband af leikmanninum og hótuðu að birta það opinberlega.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert