Liverpool er áfram með fullt hús stiga í B-riðli í Meistaradeild Evrópu í fótbolta eftir 2:0-heimasigur á Porto í 5. umferðinni í kvöld.
Eftir markalausan fyrri hálfleik, þar sem Sadio Mané skoraði mark sem var dæmt af vegna rangstöðu, skoraði Thiago fyrsta mark leiksins á 52. mínútu með þrumufleyg af löngu færi.
Eftir markið hélt Liverpool áfram að sækja og Mo Salah bætti við marki á 70. mínútu með skoti úr teignum eftir sendingu frá Jordan Henderson og þar við sat.
Liverpool er með 15 stig á toppnum, tíu stigum á undan Porto. AC Milan og Atlético Madrid eru bæði með fjögur stig eftir að Milan vann 1:0-útisigur í Maadríd. Junior Messias skoraði sigurmarkið á 87. mínútu.
Liverpool | 2:0 | Porto | Opna lýsingu Loka | |
---|---|---|---|---|
90. mín. James Milner (Liverpool) á skot sem er varið Fast skot af löngu færi en Costa er með þetta á hreinu og ver. | ||||
Augnablik — sæki gögn... |