Leicester í kjörstöðu fyrir lokaumferðina

Wilfred Ndidi fagnar marki sínu í Leicester ásamt liðsfélögum sínum.
Wilfred Ndidi fagnar marki sínu í Leicester ásamt liðsfélögum sínum. AFP

Leicester er komið í efsta sæti C-riðils Evrópudeildar UEFA í knattspyrnu eftir þægilegan 3:1-sigur gegn Legia Varsjá á Englandi í kvöld.

Það voru þeir Patson Daka, James Maddison og Wilfed Ndidi sem skoruðu mörk enska liðsins í leiknum.

Leicester er með 8 stig í efsta sæti riðilsins, Spartak Moskva og Napoli með 7 stig og Legia Varsjá 6 stig.

Úrslitin ráðast því í lokaumferðinni þegar Legia Varsjá tekur á móti Spartak Moskvu og Leicester sækir Napoli heim.

Þá vann Olympiacos 1:0-sigur gegn Fenerbahce í Grikklandi þar sem Tiquinho Soares skoraði sigurmark leiksins á lokamínútunum.

Ögmundur Kristinsson var ekki í leikmannahóp Olympiacos en liðið er með 9 stig í öðru sæti riðilsins og er komið áfram í 32-liða úrslitin.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert