Tottenham er ekki í háum gæðaflokki

Það er mikil vinna framundan hjá Antonio Conte og lærisveinum …
Það er mikil vinna framundan hjá Antonio Conte og lærisveinum hans í Tottenham. AFP

Antonio Conte, knattspyrnustjóri Tottenham, var ómyrkur í máli eftir 1:2-tap liðsins gegn Mura í G-riðli Sambandsdeildar Evrópu í Slóveníu kvöld.

Tottenham lék einum manni færri frá 32. mínútu en liðið er með 7 stig, líkt og Vitesse, í öðru sæti riðilsins fyrir lokaumferð riðlakeppninnar og er langt í frá að vera öruggt með sæti í sextán liða úrslitum keppninnar.

„Ég er búinn að vera hérna í þrjár vikur og ég er aðeins byrjaður að átta mig á hlutunum, og alvarleika málsins,“ sagði Conte í samtali við Sky Sports eftir leik.

„Eins og staðan er í dag er Tottenham ekki í háum gæðaflokki og staðan er snúin. Þetta var slæmt tap og frammistaðan var döpur. Við vorum ekki bara slakir frammistöðulega séð heldur var hugarfarið lélegt líka.

Það mun taka tíma að snúa þessu og gengin við. Það er eitthvað í það að Tottenham verði aftur það lið sem það var einu sinni. Ég vissi að þetta yrði áskorun þegar ég tók við liðinu og það er mikil vinna framundan,“ bætti Tottenham við.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert