Fékk fyrsta stigið í riðli Íslands

Frá leik Íslands og Kýpur í síðasta mánuði.
Frá leik Íslands og Kýpur í síðasta mánuði. mbl.is/Unnur Karen

Kýpur náði í dag í sitt fyrsta stig í riðli Íslands í undankeppni HM í fótbolta er liðið gerði 1:1-jafntefli við Hvíta-Rússland á heimavelli.

Anna Pilipenko kom Hvíta-Rússlandi yfir á 24. mínútu en Filippa Savva jafnaði á 59. mínútu og tryggði Kýpur stig. Stigið er það fyrsta sem Kýpur fær í undankeppni frá árinu 2014.

Kýpur er í botnsæti riðilsins með eitt stig og Hvíta-Rússland í sætinu fyrir ofan með fjögur stig.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert