Frakkland skoraði sex – Ítalía tapaði

Kenza Dali, leikmaður Evrton, skoraði.
Kenza Dali, leikmaður Evrton, skoraði. Ljósmynd/Everton

Frakkland er enn með fullt hús stiga á toppi I-riðils í undankeppni heimsmeistaramóts kvenna í fótbolta eftir 6:0-stórsigur á Kasakstan á heimavelli í kvöld.

Viviane Asseyi, Delphine Cascarino, Marie-Antoinette Katoto, Valérie Gauvin og Kenza Dali komust allar á blað hjá franska liðinu.

Frakkland er í toppsæti riðilsins með 15 stig, tveimur meira en Wales, en Wales vann 5:0-heimasigur á Grikklandi.

Í G-riðli hafði Sviss betur gegn Ítalíu á útivelli í toppslag, en fyrir leikinn voru bæði lið með full hús.

Coumba Sow og Ana-Maria Crnogorcevic skoruðu mörk Sviss í fyrri hálfleik, áður en Barbara Bonansea minnkaði muninn fyrir Ítalíu á 60. mínútu og þar við sat.

Sviss er með 15 stig í toppsætinu og Ítalía í öðru sæti með 12 stig.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert