Leik Tékklands og Hollands sem átti að fara fram í kvöld í C-riðli Íslands í undankeppni heimsmeistaramóts kvenna í fótbolta var frestað vegna veðurs.
Mikil snjókoma er í Tékklandi og var því ekki hægt að spila leikinn, en ekki hefur verið ákveðið hvenær leikurinn fer fram.
Holland er í toppsæti riðilsins með tíu stig eftir fjóra leiki, Ísland í öðru sæti með sex stig eftir þrjá leiki og Tékkland í þriðja sæti með fjögur stig eftir þrjá leiki.