Gáfu Rúnari sénsinn og unnu toppliðið

Rúnar Alex Rúnarsson fékk loksins tækifærið.
Rúnar Alex Rúnarsson fékk loksins tækifærið. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Oud-Heverlee Leuven hafði betur gegn Royale Union Saint-Gilloise á útivelli í belgísku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld, 3:1.

Rúnar Alex Rúnarsson lék loks sinn fyrsta deildarleik í Belgíu en hann hefur verið varamarkvörður Leuven til þessa á leiktíðinni eftir að hann kom til félagsins sem lánsmaður frá Arsenal í lok ágúst.

Þjálfarinn Marc Brys sér væntanlega ekki eftir því að hafa gefið Rúnari tækifærið því þrátt fyrir tapið er Royal Union, sem vann B-deildina með yfirburðum í fyrra, með sjö stiga forskot á toppnum eftir 16 leiki. Rúnar og félagar eru í 13. sæti með 20 stig.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert