„Var ekki viss hvernig þetta myndi þróast“

West Ham United hefur spilað afar vel á tímabilinu undir …
West Ham United hefur spilað afar vel á tímabilinu undir stjór Davids Moyes. AFP

David Moyes, knattspyrnustjóri West Ham United, var afar ánægður með 2:0 sigur liðsins gen Rapid Vín í Evrópudeildinni í knattspyrnu karla í gærkvöldi, sem þýðir að Hamrarnir eru búnir að vinna H-riðilinn þegar einum leik er ólokið.

„Þetta var mjög góð, fagmannleg frammistaða. Ekki bara í kvöld heldur hvernig við höfum staðið okkur í riðlinum sem er öllu liðinu til mikils sóma. Við höfum notað allan leikmannahópinn og stundum tekið áhættur en á heildina litið hafa þær virkað,“ sagði Moyes í samtali við BT Sport eftir leik í gærkvöldi.

„Í upphafi keppninnar var ég ekki viss um hvernig þetta myndi þróast. Hún var tiltölulega ný fyrir leikmennina en þeir hafa staðið sig frábærlega,“ bætti hann við.

Með því að vinna H-riðilinn fer West Ham beint í 16-liða úrslit Evrópudeildarinnar, sem fara fram í mars, í stað þess að þurfa að taka þátt í 32-liða úrslitunum í febrúar.

„Við eigum það sannarlega skilið að vinna riðilinn og hlökkum til að spila Evrópubolta í mars og að sleppa við að spila í febrúar, sem hjálpar til við að létta á leikjaálagi,“ sagði Moyes einnig við BT Sport.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert