Táningarnir Ásgeir Galdur Guðmundsson og Daníel Ingi Jóhannesson æfðu með danska knattspyrnufélaginu FC Kaupmannahöfn á dögunum.
Daníel Ingi er bróðir Ísaks Bergmanns Jóhannessonar, leikmanns FCK, en þeir eru synir Jóhannes Karls Guðjónssonar, þjálfara ÍA og fyrrverandi atvinnu- og landsliðsmanns.
Daníel er á mála hjá ÍA á meðan Ásgeir Galdur leikur með Breiðabliki. Hann lék einn leik með liðinu á síðasta tímabili, þrátt fyrir að vera fæddur árið 2006. Daníel er fæddur árið 2007.
Ásgeir Galdur Guðmundsson (2006) & Daníel Ingi Jóhannesson (2007) trained with FCK this week & did really well. Future is bright for Icelandic foorball 🇮🇸⭐️👌 pic.twitter.com/3vzWdRD4bo
— Magnus Agnar Magnusson (@totalfl) November 26, 2021