Léku sína fyrstu leiki í sænsku úrvalsdeildinni

Adam Ingi Benediktsson.
Adam Ingi Benediktsson. Ljósmynd/KSÍ

Adam Ingi Benediktsson stóð á milli stanganna í sínum leik fyrir Gautaborg þegar liðið vann öruggan heimasigur gegn Östersund í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag.

Leiknum lauk með 4:0-sigri Gautaborgar en Adam Ingi, sem er einungis 19 ára gamall, skrifaði á dögunum undir þriggja ára samning við félagið eftir að hafa verið í herbúðum liðsins frá árinu 2019 of æft og spilað með U19-ára liðið félagsins undanfarin tvö ár.

Gautaborg er með 38 stig í áttunda sæti deildarinnar og öruggt með sæti sitt í deildinni að ári.

Þá kom hinn 16 ára gamli Jóhannes Kristinn Bjarnason inn á hjá Norrköping í sínum fyrsta leik fyrir félagið þegar liðið tapaði 1:4 á útivelli gegn Degerfors.

Norrköping er með 44 stig í sjöunda sætinu og siglir lygnan sjó í deildinni en liðið hefur að litlu að keppa í lokaumferðinni.

Jóhannes Kristinn Bjarnason kom inn á sem varamaður í dag.
Jóhannes Kristinn Bjarnason kom inn á sem varamaður í dag. Ljósmynd/@ifknorrkping
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert