Magni Fannberg á nú í viðræðum við norska knattspyrnufélagið Start um að taka við sem íþróttastjóri hjá félaginu.
Þessu greindi norski miðillinn Adressa frá í liðinni viku.
Þar kom fram að Magni hafi átt í viðræðum um að taka við starfinu fyrr í haust en að þær hafi siglt í strand. Nú fari viðræður fram öðru sinni og miði betur en þá.
Magni starfar um þessar mundir sem þróunarstjóri hjá sænska félaginu AIK og hefur gert undanfarin tvö ár.