Spilar loks sinn fyrsta leik

Sergio Ramos hitar upp fyrir leikinn í dag.
Sergio Ramos hitar upp fyrir leikinn í dag. AFP

Spænski miðvörðurinn Sergio Ramos er í byrjunarliði Parísar Saint-Germain í leik liðsins gegn Saint-Étienne í frönsku 1. deildinni í knattspyrnu karla, sem fer nú fram. Er þetta fyrsti leikur hans fyrir liðið.

Ramos gekk til liðs við PSG í sumar frá Real Madríd eftir 17 ára dvöl hjá spænska stórveldinu.

Hann hefur verið meiddur allar götur síðan en hefur getað æft undanfarnar tvær vikur og var ónotaður varamaður í liðinni viku þegar PSG tapaði 1:2 fyrir Manchester City í Meistaradeild Evrópu.

Þegar þetta er ritað er Saint-Étienne 1:0 yfir, en leikurinn hófst klukkan 13.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert