Sverrir Ingi Ingason landsliðsmaður í knattspyrnu spilar langþráðan leik í kvöld þegar lið hans, PAOK, sækir heim Larissa í sextán liða úrslitum grísku bikarkeppninnar í knattspyrnu.
Sverrir lék síðast með aðalliði PAOK í lok apríl en hann þurfti síðan að fara í aðgerð á hné og hefur verið frá keppni í rúma sjö mánuði. Hann komst þó af stað með varaliði félagsins og spilaði þrjá leiki með því í nóvember.
Sverrir er í byrjunarliði PAOK í leiknum sem hefst klukkan 19.30 en þetta er fyrri viðureign liðanna.