Andrea yfirgefur Houston Dash

Andrea Rán Hauksdóttir hefur yfirgefið Houston Dash.
Andrea Rán Hauksdóttir hefur yfirgefið Houston Dash. Ljósmynd/Houston Dash

Knattspyrnukonan Andrea Rán Hauksdóttir hefur yfirgefið bandaríska atvinnumannaliðið Houston Dash. Þetta tilkynnti félagið á samfélagsmiðlum sínum í nótt.

Andrea Rán, sem er 25 ára gömul, gekk til liðs við félagið í júní á þessu ári en hefur lítið sem ekkert komið við sögu hjá félaginu.

Hún lék alls níu mínútur með liðinu í bandarísku atvinnumannadeildinni á tímabilinu en hún var sjö sinnum í leikmananhóp liðsins á tíma sínum í Houston.

Óvíst er hvað tekur við hjá miðjumanninum öfluga en hún á að baki 127 leiki í efstu deild með Breiðabliki þar sem hún hefur skorað tíu mörk. Þá á hún að baki 12 A-landsleiki þar sem hún hefur skorað tvö mörk.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert