Enska knattspyrnufélagið Liverpool verður í efri styrkleikaflokki þegar dregið verður sextán-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu í höfuðstöðvum UEFA í Nyon í Sviss á mánudaginn kemur.
Af ensku liðunum fjórum sem taka þátt í keppninni í ár enduðu Liverpool, Manchester City og Manchester United öll í efstu sætum síns riðils og verða því í efri styrkleikaflokki.
Chelsea endaði hins vegar í öðru sæti í sínum riðli og verður því í neðri styrkleikaflokkinum þegar dregið verður á mánudaginn.
Lið frá sama landi geta ekki mæst í sextán liða úrslit keppninnar en það mun svo breytast þegar komið er fram í átta-liða úrslitin.
Liverpool og Manchester United gætu því bæði dregist gegn stórliði París SG sem endaði í öðru sæti A-riðils en City getur ekki mætt París SG þar sem liðin voru saman í riðli í riðlakeppninni.
Atalanta tekur á móti Villarreal í lokaleik riðlakeppninnar á Ítalíu í kvöld en liðin eru í harðri baráttu um annað sæti F-riðils.
Efri styrkleikafokkur:
Manchester City
Liverpool
Ajax
Real Madrid
Bayern München
Manchester United
Lille
Juventus
Neðri styrkleikaflokkur:
París SG
Atlético Madrid
Sporting
Inter Mílanó
Benfica
Villarreal/Atalanta
RB Salzburg
Chelsea