Óskar kominn til Varberg

Óskar Thor Sverrisson skrifaði undir þriggja ára samning við Varberg.
Óskar Thor Sverrisson skrifaði undir þriggja ára samning við Varberg. Ljósmynd/Varberg

Knattspyrnumaðurinn Óskar Tor Sverrisson er genginn til liðs við sænska úrvalsdeildarfélagið Varberg. Þetta tilkynnti félagið á heimasíðu sinni í dag.

Bakvörðurinn, sem er 29 ára gamall, skrifaði undir þriggja ára samning við Varberg en liðið hafnaði í tíunda sæti úrvalsdeildarinnar á síðustu leiktíð.

Fyrr í dag bárust fréttir af því að Oskar hefði rift samningi sínum við úrvalsdeildarlið Häcken en hann var samningsbundinn liðinu út tímabilið 2022. 

Óskar hef­ur einnig leikið með Kvik Hald­en í Nor­egi, Lund, Dal­kurd og Landskrona í Svíþjóð þar sem hann er fædd­ur.

Þá á hann að baki einn A-lands­leik fyr­ir Ísland, gegn El Sal­vador í vináttu­lands­leik í Kali­forn­íu í janú­ar 2020.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert