Dönsk knattspyrnuhetja látin

Lars Høgh er látinn eftir baráttu við krabbamein.
Lars Høgh er látinn eftir baráttu við krabbamein. Ljósmynd/FIFA

Lars Høgh, fyrrverandi landsliðsmarkvörður Dana í fótbolta, er látinn 62 ára að aldri. Hann var markvarðarþjálfari Brøndby og danska landsliðsins til dauðadags.

Høgh lést eftir baráttu við krabbamein í brisi. Viku áður en hann lést var Høgh tekinn inn í heiðurshöll danska knattspyrnusambandsins.

Høgh lék átta leiki með danska landsliðinu og voru tveir af þeim á lokamóti HM í Mexíkó árið 1986.

Hann lék á sínum tíma 817 leiki fyrir OB og var danskur meistari árin 1977, 1982 og 1989. Hann var valinn besti markvörður Danmerkur árin 1986, 1989, 1992, 1993 og 1994.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert