Lars Høgh, fyrrverandi landsliðsmarkvörður Dana í fótbolta, er látinn 62 ára að aldri. Hann var markvarðarþjálfari Brøndby og danska landsliðsins til dauðadags.
Høgh lést eftir baráttu við krabbamein í brisi. Viku áður en hann lést var Høgh tekinn inn í heiðurshöll danska knattspyrnusambandsins.
Høgh lék átta leiki með danska landsliðinu og voru tveir af þeim á lokamóti HM í Mexíkó árið 1986.
Hann lék á sínum tíma 817 leiki fyrir OB og var danskur meistari árin 1977, 1982 og 1989. Hann var valinn besti markvörður Danmerkur árin 1986, 1989, 1992, 1993 og 1994.