Fetar í fótspor löndu sinnar

Katherine Cousins í leik með Þrótti síðasta sumar.
Katherine Cousins í leik með Þrótti síðasta sumar. mbl.is/Þórir Tryggvason

Bandaríska knattspyrnukonan Katie Cousins er gengin í raðir Angel City í heimalandinu. Hún kemur til félagsins frá Þrótti, þar sem hún lék afar vel á síðustu leiktíð.

Cousins er annar leikmaðurinn sem fer til Angel City frá Íslandi en Mary Vignola gekk í raðir sama félags frá Val á dögunum. Cousins skoraði sjö mörk í 17 leikjum í efstu deild síðasta sumar.

Ang­el City er nýtt lið í banda­rísku at­vinnu­manna­deild­inni en mörg þekkt nöfn eru í eig­anda­hóp fé­lags­ins. Þar ber hæst að nefna tenn­is­kon­una Ser­enu Williams og leik­kon­una Na­talie Portman.

Fé­lagið er staðsett í Los Ang­eles og er fyrsta liðið frá borg­inni sem kepp­ir í at­vinnu­manna­deild­inni frá því Los Ang­eles Sol gerði það árið 2010.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert