Milos hættur við Rosenborg?

Milos Milojevic.
Milos Milojevic. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Milos Milojevic, fyrrverandi þjálfari Víkings og Breiðabliks, er hættur við  taka við starfi þjálfara hjá norska knattspyrnuliðinu Rosenborg, samkvæmt frétt Aftonbladet í Svíþjóð í dag.

Milos tók við Hammarby í Svíþjóð fyrr á þessu ári og er samningsbundinn þar út næsta tímabil en í þessari viku hefur allt bent til þess að hann væri að flytja sig um set til Þrándheims.

Aftonbladet segir hinsvegar að Milos hafi nú hafnað tilboði Rosenborg og að hann hafi tekið þá ákvörðun í morgun, eftir að samningar höfðu tekist í öllum meginatriðum. Auk þess hafi samkomlag milli félaganna verið langt komið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert