Bayern München náði í dag sex stiga forskoti á toppi þýsku 1. deildarinnar í fótbolta með 2:1-heimasigri á Mainz.
Mainz var óvænt með 1:0-forskot í hálfleik eftir að Karim Onisiwo skoraði á 22. mínútu. Kingsley Coman jafnaði á 53. mínútu og Jamal Musiala skoraði sigurmarkið á 74. mínútu.
Bayern nýtti sér að Dortmund missteig sig á heimavelli gegn Bochum, þar sem lokatölur urðu 1:1. Sebastian Polter kom Bochum yfir með marki úr víti, áður en Julian Brandt jafnaði á 85. mínútu og þar við sat.
Bayern München er nú með 37 stig í toppsætinu en Dortmund, sem hefur tapað tveimur í röð, er í öðru sæti með 31 stig.