Fyrrverandi þjálfari Barcelona sakaður um barnaníð

Albert Benaiges er sakaður um að misnota 60 börn.
Albert Benaiges er sakaður um að misnota 60 börn. AFP

Albert Benaiges, fyrrverandi þjálfari í akademíu spænska knattspyrnufélagsins Barcelona, er sakaður um að misnota allt að 60 börn. Benaiges átti stóran þátt í að goðsagnir á borð við Xavi og Andrés Iniesta náðu langt á sínum tíma.

Marca greinir frá að hópur fyrrverandi nemenda Benaiges hafi kært hann fyrir áralanga misnotkun. Um 60 vitni hafa stigið fram og lýst því hvernig Benaiges fróaði sér fyrir framan börn skólans í sturtuklefum og íþróttasal. Þá er hann einnig sakaður um að horfa á klámfengið efni með börnum.

Benaiges var rekinn frá Barcelona 2. desember síðastliðinn en hann er 71 árs Mexíkói. Hann starfaði fyrir Barcelona frá 1991 til 2012 og svo aftur frá 1. apríl á þessu ári, þar til hann var rekinn í byrjun mánaðar vegna málsins. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert