Stórleikur Elíasar

Elías Már Ómarsson lék afar vel í kvöld.
Elías Már Ómarsson lék afar vel í kvöld. mbl.is/Kristinn Magnússon

Nimes hafði betur gegn Nancy, 2:1, í frönsku B-deildinni í fótbolta í kvöld.

Elías Már Ómarsson átti stórleik fyrir Nimes því hann skoraði fyrsta mark leiksins á 27. mínútu áður en hann lagði upp sigurmarkið á Moussa Koné á 44. mínútu. Elías fór af velli á 84. mínútu.

Nimes, sem hefur verið á fínu skriði, er í tíunda sæti deildarinnar með 23 stig eftir 18 leiki. Markið var það þriðja sem Elías skorar í deildinni í vetur. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert