Andri laus frá Esbjerg

Andri Rúnar Bjarnason var leikmaður ársins 2017 hjá Morgunblaðinu þegar …
Andri Rúnar Bjarnason var leikmaður ársins 2017 hjá Morgunblaðinu þegar hann varð markakóngur með Grindavík. mbl.is/Hanna Andrésdóttir

Danska knattspyrnufélagið Esbjerg skýrði frá því í dag að sóknarmaðurinn Andri Rúnar Bjarnason hefði verið leystur undan samningi þar sem hann væri á leið heim til Íslands.

Samningur Andra átti að renna út í sumar en hann er væntanlega að ganga til liðs við ÍBV. Andri hefur verið í röðum Esbjerg frá sumrinu 2020 þegar hann kom þangað frá Kaiserslautern í Þýskalandi.

„Andri Bjarnason er frábær náungi og duglegur fótboltamaður og við óskum honum alls hins besta. Hann hefur verið afar jákvæður og fagmannlegur, innan vallar sem utan, og það hefur verið hrein ánægja að vinna með honum. Hann fékk tækifæri til að ganga til liðs við íslenskt lið og við vildum ekki standa í vegi hans," sagði Jens Hammer Sörensen, stjórnarmaður Esbjerg, á heimasíðu félagsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert