Kimmich ætlar að þiggja bólusetningu

Joshua Kimmich í leik með Bayern.
Joshua Kimmich í leik með Bayern. AFP

Þýski knattspyrnumaðurinn Joshua Kimmich hefur lýst því yfir að hann ætli sér nú að fara í bólusetningu vegna kórónuveirunnar.

Kimmich er óbólusettur og smitaðist af veirunni. Hefur það valdið honum óþægindum í lungum en Kimmich gæti snúið aftur á völlinn eftir vetrarfríið í Þýskalandi.

Kimmich leikur með Bayern München en félagið sektar óbólusetta leikmenn hjá félaginu sem lenda í einangrun og eru frá vinnu af þeim sökum.

Kimmich segist hafa verið smeykur við bólusetningu og það sé skýringin á því að hann sé óbólusettur en honum hefur nú snúist hugur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert