Milosi sagt upp hjá Hammarby

Milos Milojevic.
Milos Milojevic. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Stjórn sænska knattspyrnufélagsins Hammarby tilkynnti fyrir stundu að Milos Milojevic yrði ekki áfram aðalþjálfari karlaliðs félagsins en hann var með samning við það til ársins 2024.

Milos, sem bjó lengi á Íslandi og þjálfaði bæði Víking R. og Breiðablik, fór í viðræður við norska félagið Rosenborg en upp úr þeim slitnaði fyrir helgina.

Í yfirlýsingu frá Hammarby segir að atburðir síðustu daga hafi þróast á þá leið að Milos hafi fyrirgert trausti félagsins til hans. Það hafi ekki verið ásættanlegt að hann hafi farið til Þrándheims til samningsviðræðna við Rosenborg. 

Milos tók við liði Hammarby í júní 2013 og liðið lauk keppni í fimmta sæti sænsku úrvalsdeildarinnar. 

Íþróttastjórinn Jesper Jansson segir að Milos skilji eftir sig  góðan grunn fyrir lið Hammarby. „Við erum mjög ánægðir með þann tíma sem Milos var hjá okkur þar framlag hans til þróunar liðsins var mjög gott, sem og úrslit leikjanna. Það er leitt að samstarfið yrði ekki lengra en þetta var eðlileg ákvörðun. Hammarby er með langtímaáætlanir sem standa ekki eða falla með einum þjálfara," sagði Jansson á heimasíðu félagsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert