Eurosport fullyrðir í dag að argentíski knattspyrnumaðurinn Sergio Agüero ætli að leggja skóna á hilluna af heilsufarsástæðum.
Hjartakvillar gerðu vart við sig hjá Agüero fyrr í vetur og hefur hann verið frá keppni í nóvember og desember.
Agüero fór af velli 31. október í leik gegn Alaves en hann gekk í raðir Barcelona í sumar. Hann var í framhaldinu greindur með hjartsláttatruflanir.
Agüero er 33 ára og hefur ekkert tilkynnt um áform sín en samkvæmt Eurosport er hann að undirbúa starfslok.