Tvö Íslendingalið drógust saman

Elías Rafn Ólafsson er markvörður hjá Midtjylland sem er komið …
Elías Rafn Ólafsson er markvörður hjá Midtjylland sem er komið áfram í Sambandsdeildinni. Ljósmynd/Alex Nicodim

Tvö Íslendingalið drógust saman í fyrstu umferð útsláttarkeppninnar í Sambandsdeild karla í knattspyrnu í dag.

Danska liðið Midtjylland, þar sem landsliðsmarkvörðurinn Elías Rafn Ólafsson leikur, og PAOK frá Grikklandi, þar sem landsliðsmiðvörðurinn Sverrir Ingi Ingason leikur, mætast og fer fyrri leikurinn fram á heimavelli Midtjylland í Herning.

Alfons Sampsted og félagar í liði Noregsmeistara Bodö/Glimt mæta skoska liðinu Celtic og fyrri leikur liðanna fer fram í Glasgow.

Íslendingaliðin Köbenhavn (Danmörku) og AZ Alkmaar (Hollandi) eru þegar komin í 16-liða úrslit sem sigurvegarar riðlanna og sitja hjá í 1. umferð, sem og LASK Linz (Austurríki), Gent (Belgíu), Roma (Ítalíu), Feyenoord (Hollandi), Rennes (Frakklandi) og Basel (Sviss) 

Þessi lið mætast í 1. umferðinni:

Marseille - Qarabag
PSV Eindhoven - Maccabi Tel Aviv
Fenerbahce - Slavia Prag
Midtjylland - PAOK Saloniki
Leicester - Randers 
Celtic - Bodö/Glimt
Sparta Prag - Partizan Belgrad
Rapid Vín - Tottenham eða Vitesse

Leikirnir fara fram 17. og 24. febrúar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert