Íslendingarnir byrjuðu báðir í Feneyjum

Bjarki Steinn Bjarkason lék sinn fyrsta leik með Venezia á …
Bjarki Steinn Bjarkason lék sinn fyrsta leik með Venezia á tímabilinu í dag. Kristinn Magnússon

Bjarki Steinn Bjarkason og Arnór Sigurðsson fengu báðir langþráð tækifæri í byrjunarliði ítalska liðsins Venezia þegar það vann 3:1 sigur á Ternana í bikarkeppni karla þar í landi í dag.

Bjarki Steinn og Arnór byrjuðu á sitthvorum kantinum í 4-3-3 leikkerfinu og var þeim báðum skipt af velli í síðari hálfleik.

Bjarki Steinn lék fyrsta klukkutímann og Arnór fór af velli á 76. mínútu í leik dagsins í Feneyjum.

Um var að ræða fyrsta leik Bjarka á tímabilinu og fyrsta byrjunarliðsleik Arnórs, sem hefur komið við sögu í sex leikjum í deil dog bikar.

Daan Heymans, Domen Crnigoj og Francesco Forte skoruðu mörk Feneyinga og Stefano Pettinari skoraði fyrir Ternana.

Venezia leikur í ítölsku A-deildinni og Ternana í B-deildinni. Leikurinn var liður í 32-liða úrslitum bikarkeppninnar og Venezia er því komið áfram í 16-liða úrslitin, þar sem liðið mun mæta Atalanta á útivelli í janúar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert