Nýtt lið fær tvöfaldan heimsmeistara

Alex Morgan í landsleik gegn Suður-Kóreu í október.
Alex Morgan í landsleik gegn Suður-Kóreu í október. AFP

Nýtt lið í bandarísku deildinni í knattspyrnu, National Womens Soccer League í Bandaríkjunum, hefur heldur betur nælt í öflugan leikmann.

Tilkynnt var í nótt að tvöfaldur heimsmeistari Alex Morgan muni leika með San Diego en hún lék síðast með Orlando Pride og var þar samherji Gunnhildar Yrsu Jónsdóttur. 

Morgan varð meistari með Portland árið 2013 og hefur orðið ólympíumeistari með Bandaríkjunum og tvívegis heimsmeistari.

Morgan er 32 ára gömul og hefur að mestu alið manninn í Bandaríkjunum en í Evrópu lék hún nokkra leiki með Lyon og nokkra með Tottenham. Þegar hún lék með Lyon vann liðið Meistaradeild Evrópu 2017. Morgan var um tíma áltin einn albesti leikmaður í heimi. 

Forseti San Diego liðsins er Jill Ellis fyrrverandi landsliðsþjálfari Bandaríkjanna. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert