Dramatík í Meistaradeildinni

Arsenal fór áfram þrátt fyrir 1:4-tap í Þýskalandi.
Arsenal fór áfram þrátt fyrir 1:4-tap í Þýskalandi. AFP

Arsenal er komið áfram í átta-liða úrslit Meistaradeildar kvenna í knattspyrnu þrátt fyrir 1:4-tap gegn Hoffenheim í C-riðli keppninnar í Þýskalandi í kvöld.

Chantal Hagel skoraði tvívegis fyrir Hoffenheim í leiknum en Laura Wienroither, bakvörður Hoffenheim, varð fyrir því að skora sjálfsmark í stöðunni 1:0 og það reyndist dýrt.

Hoffenheim og Arsenal enduðu jöfn að stigum með 9 stig hvort, en þar sem Arsenal vann fyrri leik liðanna í London í október 4:0 fer Arsenal áfram þar sem enska liðið er með betri innbyrðisviðureign á Hoffenheim.

Þá unnu Evrópumeistarar Barcelona 5:0-stórsigur gegn Köge á Spáni en Barcelona, sem var öruggt með efsta sæti riðilsins fyrir leik kvöldsins, endaði með 18 stig eða fullt hús stiga.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert