Smit hjá Real Madríd

Luka Modric er á meðal þeirra smituðu hjá Real Madríd.
Luka Modric er á meðal þeirra smituðu hjá Real Madríd. AFP

Tveir leikmenn spænska knattspyrnufélagsins Real Madríd hafa smitast af kórónuveirunni, að því er kemur fram á heimasíðu félagsins í dag.

Leikmennirnir sem um ræðir eru reynsluboltarnir Luka Modric og Marcelo. Þeir eru nú í einangrun á heimilum sínum.

Modric og Marcelo verða því ekki með þegar Real fær Cádiz í heimsókn í spænsku 1. deildinni á sunnudag og þá ekki þegar Madrídingar heimsækja Athletic Bilbao í deildinni eftir viku.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert