Chelsea sat eftir með sárt ennið í A-riðils Meistaradeildar kvnena í knattspyrnu eftir 0:4-tap gegn Wolfsburg í Þýskalandi í lokaumferð riðlakeppninnar í kvöld.
Svenja Huth og Tabea Wassmuth skoruðu mörk tvö mörk hvor fyrir Wolfsburg í leiknum en þýska liðið leiddi 2:0 í hálfleik.
Á sama tíma vann Juventus 4:0-sigur gegn Servetta á Ítalíu þar sem Christiana Girelli skoraði tvívegis fyrir ítalska liðið.
Wolfsburg, Juventus og Chelsea enduðu öll með 11 stig í efstu sætum riðilsins en Wolfsburg og Juventus fara áfram í átta-liða úrslitin á kostnað Chelsea þar sem bæði lið eru með betri innbyrðisviðureign á Chelsea.