Öruggt hjá Real Madrid í Meistaradeildinni

Esther González var á skotskónum fyrir Real Madrid í kvöld.
Esther González var á skotskónum fyrir Real Madrid í kvöld. mbl.isUnnur Karen

Real Madrid vann öruggan sigur gegn Kharkiv þegar liðið mættust í lokaleikjum sínum í B-riðli Meistaradeildar kvenna í knattspyrnu á Spáni í kvöld.

Leiknum lauk með 3:0-sigri Real Madrid en það voru þær Babett Peter, Maite Oroz Areta og Esther González sem skoruðu mörk spænska liðsins.

Real Madrid lýkur keppni með 12 stig í öðru sæti riðilsins en Kharkiv endaði í þriðja sætinu með 4 stig.

París SG fagnaði sigri í riðlinum með 18 stig eða fullt hús stiga en Breiðablik endaði með eitt stig í neðsta sætinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert