Íslendingalið Lecce er komið áfram í 3. umferð ítölsku bikarkeppninnar í knattspyrnu eftir óvæntan sigur gegn A-deildarliði Spezia á útivelli í 2. umferð keppninnar í kvöld.
Leiknum lauk með 2:0-sigri Lecce en það voru þeir Marcin Listkowski og Arturo Calabresi sem skoruðu mörk B-deildarliðsins í leiknum.
Þórir Jóhann Helgason var í byrjunarliði Lecce og lék fyrstu 73. mínúturnar en Brynjar Ingi Bjarnason sat allan tímann á varamannabekk Lecce.
Lecce er því komið áfram í næstu umferð eins og áður sagði en liðið er með 31 stig í þriðja sæti ítölsku B-deildarinnar með fjórum stigum minna en topplið Pisa.