Barcelona ekki keppinautur okkar núna

Carlo Ancelotti, knattspyrnustjóri Real Madríd.
Carlo Ancelotti, knattspyrnustjóri Real Madríd. AFP

Carlo Ancelotti, knattspyrnustjóri Real Madríd, skaut föstum skotum á erkifjendur liðsins til margra áratuga, Barcelona, á blaðamannafundi í morgun.

Real er á toppi spænsku 1. deildarinnar, átta stigum á undan Sevilla í öðru sætinu og 18 stigum fyrir ofan Barcelona, sem er í 8. sæti.

Því meti Real það ekki sem svo að Barcelona sé raunverulegur keppinautur Madrídinga um þessar mundir.

„Á þessari stundu er Barcelona ekki beinn keppinautur okkar því við erum nær Sevilla, Atlético [Madríd] eða [Real] Betis en væri ég þjálfari Barcelona myndi ég ekki útiloka möguleika liðsins í spænsku deildinni,“ sagði Ancelotti á blaðamannafundinum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert