Birkir og Balotelli skoruðu

Birkir Bjarnason skoraði.
Birkir Bjarnason skoraði. Ljósmynd/Robert Spasovski

Adana Demirspor vann öruggan 3:1-útisigur á Alanyaspor í tyrknesku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.

Birkir Bjarnason var í byrjunarliði Adama Demirspor og hann gerði þriðja mark liðsins á 51. mínútu. Hinn skrautlegi Mario Balotelli gerði annað markið á 53. mínútu. Birkir var tekinn af velli á 88. mínútu.

Adana Demirspor, sem er nýliði í deildinni, er í 7. sæti deildarinnar með 26 stig eftir 17 leiki.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert