Stórglæsileg innkoma Alberts

Albert Guðmundsson lét vita af sér.
Albert Guðmundsson lét vita af sér. Ljósmynd/Robert Spasovski

AZ Alkmaar vann 4:1-heimasigur á Willem II í hollensku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld.

Albert Guðmundsson byrjaði á varamannabekk AZ Alkmaar en hann lét heldur betur vita af sér. Albert kom inn á sem varamaður á 61. mínútu og 13 mínútum síðar var hann búinn að ná í víti.

Íslenski sóknarmaðurinn skaut í stöngina í vítinu en boltinn fór í markvörðinn og inn skráist sem sjálfsmark. Albert skoraði hins vegar mark á 86. mínútu sem skráist á hann og svo annað til á 89. mínútu og þar við sat.

Albert og félagar eru í sjötta sæti deildarinnar með 29 stig eftir 17 leiki.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert