Jafnaði árs gamalt met Ronaldos

Dusan Vlahovic fagnar einu af fjöldamörgum mörkum sínum á þessu …
Dusan Vlahovic fagnar einu af fjöldamörgum mörkum sínum á þessu ári. AFP

Serbneski markahrókurinn Dusan Vlahovic var á skotskónum þegar lið hans Fiorentina gerði 2:2 jafntefli við Sassuolo í ítölsku A-deildinni í knattspyrnu karla í dag. Markið var hans 33. á árinu.

Með því jafnaði hann met Cristiano Ronaldo, sem skoraði sömuleiðis 33 mörk á einu almanaksári. Það gerði hann í fyrra þegar hann var á mála hjá Juventus.

Vlahovic gefst færi á að bæta met Ronaldos á miðvikudaginn þegar Fiorentina heimsækir Verona í deildinni.

Vlahovic, sem er aðeins 21 árs gamall, er búinn að skora 16 mörk í 18 deildarleikjum á þessu tímabili eftir að hafa skorað 21 mark í 37 leikjum á því síðasta.

Hann er því á meðal eftirsóttustu framherja heims um þessar mundir og gæti farið í stærra félag strax í janúar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert